Hvað er málið?

Hvernig getur það verið neikvæð ákvörðun að vilja hafa stjórn á ástandi gesta bæjarbúa. Er það ekki hagur bæjarbúa að vilja ekki hafa allt í drasli og skemmdarverk á eigum sínum? Ef verið er á skemmtistað og ekki farið eftir reglum hússins þá er þér vísað út, svo einfalt er það. Ef ungt fólk getur ekki hagað sér ásættanlega þá má vísa því burt, og er það ekki okkar sem eldri eru að setja reglurnar? Af hverju má ekki senda ungu fólki þau skilaboð í dag að þú hagar þér ekki hvernig sem er? Erum við að ala upp einhverja fullkomna kynslóð sem leyfist allt og má allt? Reynsla Akureyringa eftir þessa verslunarmanahelgi er jákvæð, allir ánægðir, lítil vandræði og hvað er þá málið?


mbl.is Ákvörðun um að banna ungmennum að tjalda tekin af illri nausyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Þú segir þetta best sjálf...

Ef verið er á skemmtistað og ekki farið eftir reglum hússins þá er ÞÉR vísað út...

En afhverju var öllum vísað af skemmtistaðnum?

Eigum við þá ekki líka að banna körlum að vinna á leikskólum, þeim misnota börn.

Konum að vinna í búðum, þar sem þær eru meira í því að ræna.

50 ára og eldri, að vinna við innflytjenda og jafnréttismál, þar sem þeir eru líklegri til að vera með fordóma.

Ég get haldið áfram...

Þú mátt ekki gleyma því að helgin var góð um allt land, ekki bara á Akureyri.

Gæti ekki verið að Íslendingar hafi bara hagað sér vel þessa helgi? ég bara spyr.

Síðan er oft talað um að krakkarnir eiga bara að fara með foreldrum.

Sjáið þið fyrir ykkur 23 ára hjón sem hafa ekki búið í foreldrahúsum í kannski 5 ára, fara með mömmu og pabba annars aðilans, til akureyrar.

Hvað varst þú að gera þegar þú varst 23 ára, hugsaðu til baka :)

Stundum er talað um að eldra fólk sé gamal og göfugt, ég held að það sé nærra lagi að tala um gamal og önugt

Baldvin Mar Smárason, 9.8.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Málið er til dæmis það, að þú skrifar undir dulnefni, hugsar ekki rökrétt og setur fram rangar ályktanir. Er hægt að gera öllu betur í því að vera óviðræðurhæf?

Herbert Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Sigríður Gísladóttir

Af hverju má ekki gagnrýna? Hefur umgengni ungs fólks á verslunnarmannahelgum á Akureyri undanfarin ár verið til fyrirmyndar? Eigum við að segja já við öllu og allt er leyfilegt? Höfum við engan metnað fyrir hönd ungs fólks í dag? Ég ætla ekki að segja að allt hafi verið betra og fullkomnara hér áðurfyrr, en málið er ekki það. Hvernig viljum við að ungt fólk komi fram við sjálft sig og annað fólk?

Sigríður Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 21:05

4 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Allt leyfilegt?Þ

að var verið að banna. Banna fólki á áhveðnum aldri að gista á tjaldstæðum.

Höfum við engan metnað fyrir hönd ungs fólks í dag.

Hvaða metnaður fellst í því að banna Öllu 18-23 ára fólki aðgang að tjaldstæðum, óháð því hvað það geri.

Gefum okkur það að ég komi á tjaldstæð. Ég drekk ekki, reyki ekki og vill bara taka þátt í fjölskylduskemmtun. Bæjaryfirvöld á Akureyri leyfa mér það ekki vegna aldurs.

Þú mátt ekki gleyma því að 18-23 ára, ríkisborgarar hafa sama rétt og þú. Borga sömu skatta og hafa sömu skyldur. En þeim er bannað að sofa á tjaldstæðum Akureyrar.

Þetta er Akureyringum til háborinnar skammar.

Ég lít þetta jafn slæmum augum og að banna útlendingum að vera úti eftir 10 þar sem það eru meiri líkur á því að útlendingur sé glæpamaður, en íslendingur.

Þó svo að það hafi ekkert með þjóðerni að gera, heldur þeirri aðstöðu sem sumir þeira eru í.

Ég brosi bara út í annað, þegar ég heyrir fólk vera að verja þessa blessuðu bæjarstýru á Akureyri.

Aldur og viska haldast ekki alltaf í hendur.

Baldvin Mar Smárason, 9.8.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Gísladóttir

Höfundur

Sigríður Gísladóttir
Sigríður Gísladóttir

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 58

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband