25.8.2007 | 20:53
Hvað skeði?
Það er leitt til þess að vita að heimför Arons Pálma hafi verið trufluð á þennan hátt og ekki síður það að það hafi aðili á vegum Íslenska ríkisins gert. Hvað þarna skeði hefur ekki komið alveg fram og vona ég það að það komi skýringar frá hinu opinbera um málið. Hins vegar vil ég bjóða Aron Pálma velkominn til landsins og vona að það geri allir Íslendingar. Hann er búinn að þola nóg.
Aron Pálmi kemur til Íslands í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 20:22
Hvað er málið?
Hvernig getur það verið neikvæð ákvörðun að vilja hafa stjórn á ástandi gesta bæjarbúa. Er það ekki hagur bæjarbúa að vilja ekki hafa allt í drasli og skemmdarverk á eigum sínum? Ef verið er á skemmtistað og ekki farið eftir reglum hússins þá er þér vísað út, svo einfalt er það. Ef ungt fólk getur ekki hagað sér ásættanlega þá má vísa því burt, og er það ekki okkar sem eldri eru að setja reglurnar? Af hverju má ekki senda ungu fólki þau skilaboð í dag að þú hagar þér ekki hvernig sem er? Erum við að ala upp einhverja fullkomna kynslóð sem leyfist allt og má allt? Reynsla Akureyringa eftir þessa verslunarmanahelgi er jákvæð, allir ánægðir, lítil vandræði og hvað er þá málið?
Ákvörðun um að banna ungmennum að tjalda tekin af illri nausyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.7.2007 | 15:15
Hmmmmm.............
Jæja. Hvernig á maður að gera bloggið sitt vinsælt til lestrar. Hmmmm..... Það er svo sem hægt að fjalla um hin vinsælu dægurmál og hafa skoðanir á ýmsu, t.d. öllu um Paris Hilton. En, NEI, kemur ekki til mála. Svo get ég svo sem sagt sögur af börnunum mínum, en líklegast yrði það ekki vinsælt og ég útskúfuð með það sama. Eitt er mjög vinsælt og það er að skrifa um náin samskipti kynjana. Ekki gengur það fyrir mig, ég er víst orðin það gömul að sögn afkvæma minna að ég á víst helst heima á dvalarheimili, en það sem þau vita ekki um geta þau ekki haft áhyggjur af. Svo það er aldrei að vita upp á hverju ég tek. :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 17:28
Aldur? Hvað er það?
Já, þegar afkvæmi manns fara að tjá sig um það að maður sé orðinn gamall. Huhhhh, kemur ekki til mála. Ég hef þá stefnu að vera ekkert eldri en ég vil vera, alveg sama hvað hver segir. Svo vill nú þetta unga fólk hafa sína hentisemi með aldur, hver þekkir það ekki sem á afkvæmi að þegar þeim hentar þá eru þau svo fullorðin og geta svo mikið, en þegar kemur kannski að hlutum sem fela í sér ábyrgð, já, þá kveður við annan tón. Gagnvart mínum unglingum þá hef ég þá stefnu að ég ber ábyrgð á þeim en þau ekki á mér. En eitthvað vill þetta flækjast stundum fyrir þeim greyjunum, halda stundum að þau séu foreldrið og ég afkvæmið. Hvað um það, sá lærir sem lifir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2007 | 17:07
Ennþá gott veður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2007 | 19:08
Blessað góða veðrið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigríður Gísladóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar