Ennþá gott veður

Æ, kannski er það rangt að kvarta svona yfir góða veðrinu. Ætti miklu frekar að njóta þess, er ekki búin að bíða smá lengi eftir því. Fannst alltaf vera snjókoma. Jæja, hvað um það. Ég brá mér í dag í Grundarfjörðinn og kíkti þar á safnið hjá Inga Hans, gaman að það skuli vera opið aftur. Þarf reyndar alltaf að kyngja nokkrum sinnum við tilhugsunina um það að þar eru margar, margar myndir af mér til sýnis fyrir gesti og gangandi, en mér er líklegast engin vorkunn frekar en öðrum sem þar eru á myndum. Þetta er nokkuð gott hjá þeim það sem þeir eru að gera þarna frændur okkar. Hafa safnað saman mikið af myndum frá fyrri tímum og eru þar með að varðveita mikinn menningararf, því á meðan lífð heldur áfram þá heldur sagan áfram og eru þar margar merkilegar myndir um atburði sem eru fallnir í gleymsku og dá. Ekki má heldur gleyma öllum þeim öldnu hlutum sem þarna eru og þóttu tækniundur á sínum tíma, bæði verkfæri og vélar svo ég tali nú ekki um bátinn Brönu sem ég upplifði sjálf sem barn hvernig var sjósett upp á gamla mátann, en er það Breiðfirskur sexæringur og miklu stærri en mig minnti. En hér með hvet ég alla til að kíkja á safnið í Grundarfirði, það getur verið ágætt að sjá hvernig aðrir höfðu það áður fyrr, jafnvel þótt þeir töluðu ekki dönsku á sunnudögum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mamma mín!

 Þetta er allt saman ljómandi hjá þér, en þegar ég var að lesa hérna í gegn þá leið mér eins og þú værir frá fornöld  eða kannski er það bara fáræðin í mér!

Annars bara mjög ánægð með þig að vera byrjuð að skrifa aftur

Kveðja Laufey (fyrsta barnið þitt manstu)

Laufey (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 13:26

2 identicon

Flott hjá þér Sigga mín, þú stendur þig vel

Einar (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Gísladóttir

Höfundur

Sigríður Gísladóttir
Sigríður Gísladóttir

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband